Mánudagur til mæðu og allt í móðu
Jamm þá er kominn mánudagur enn og aftur. Ég fer í viðtal á morgun og það verður í Köben enn og aftur. Mér finnst svo sem ágætt að ferðast með lestinni. Þetta er hinn prýðilegasti ferðamáti. Maður situr þarna sallarólegur, nema að einhver eigi sætið pantað, og les í bók eða blað og horfir á landslagið rúllar framhjá. Ferðalagið tekur ca. 1 og hálfan tíma sem er alveg temmilegt.
Dagurinn í dag hefur verið frekar rólegur, sem og gærdagurinn. Það er alveg ljóst að orðatiltækið "if you want something done ask a busy person" er nokkuð rétt eftir mínar empírísku rannsóknir síðustu 2 mánuði.
Annars er fátt að frétta hérna. Veður hefur verið hálfdapurt, haglél, rok og rigning. Suðurnesjafílíngur í veðrinu. Hins vegar er von á betri tíð og vorið kemur venjulega hérna án þess að blekkja mikið eins og maður hefur stundum upplifað á æskuslóðum.
Á föstudag skal ég...haldið ykkur fast...vera túlkur í réttarsal hér í Odense. Ég fékk símhringingu frá einhverju sem kallast Túlkafélag Danmerkur fyrr í mánuðinum og ég var beðinn um að vera túlkur. Ég hafði smellt inn á CVið mitt að ég hafði starfað örlítið sem þýðandi heima á klakanum. Nema hvað að ég var spurður og ég sagði "já takk" og svo verður þetta fróðlegt í réttarsal á hádegi næsta föstudag. Mér leikur grunur á að sá sem ég skal túlka fyrir sé eitthvað betri í dönsku en ég he he ef grunur minn reynist réttur. Annars er stórskrítið að ég sé fenginn þarna inn eftir eitt mjöööög stutt símtal, en vinna er vinna.
Jæja ég segi bless í bili.
Arnar Thor
Dagurinn í dag hefur verið frekar rólegur, sem og gærdagurinn. Það er alveg ljóst að orðatiltækið "if you want something done ask a busy person" er nokkuð rétt eftir mínar empírísku rannsóknir síðustu 2 mánuði.
Annars er fátt að frétta hérna. Veður hefur verið hálfdapurt, haglél, rok og rigning. Suðurnesjafílíngur í veðrinu. Hins vegar er von á betri tíð og vorið kemur venjulega hérna án þess að blekkja mikið eins og maður hefur stundum upplifað á æskuslóðum.
Á föstudag skal ég...haldið ykkur fast...vera túlkur í réttarsal hér í Odense. Ég fékk símhringingu frá einhverju sem kallast Túlkafélag Danmerkur fyrr í mánuðinum og ég var beðinn um að vera túlkur. Ég hafði smellt inn á CVið mitt að ég hafði starfað örlítið sem þýðandi heima á klakanum. Nema hvað að ég var spurður og ég sagði "já takk" og svo verður þetta fróðlegt í réttarsal á hádegi næsta föstudag. Mér leikur grunur á að sá sem ég skal túlka fyrir sé eitthvað betri í dönsku en ég he he ef grunur minn reynist réttur. Annars er stórskrítið að ég sé fenginn þarna inn eftir eitt mjöööög stutt símtal, en vinna er vinna.
Jæja ég segi bless í bili.
Arnar Thor
Ummæli